Segir 72 milljarða falla á Ísland vegna Icesave

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans sagði á kynningarfundi með kröfuhöfum gamla Landsbankans að líklegt væri að 72 milljarðar króna falli á Ísland vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Það er umtalsvert minni upphæð en reiknað hafði verið með.

Fram kom í máli Lárusar að eignir Landsbankans séu metnar á 1195 milljarða króna sem er 20% meira en áætlað var í lok síðasta árs. Heildarskuldir bankans nema um 3348 milljörðum króna.

Ekki er búið að semja um greiðslu vegna Icesavreikninganna í Bretlandi og Hollandi en reiknað er mað að um 1000 milljarðar tapist hjá erlendum kröfuhöfum vegna hruns íslenska bankakerfisins.

Hann telur að það taki 3-7 ár að vinda ofan af gömlu bönkunum og sagði það hefði tekið Svía 7 ár að gera slíkt hið sama í bankakreppunni við upphaf tíunda áratug síðustu aldar.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að meiri eignir komi út úr Landsbankanum en reiknað var með.Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar,að íslenska ríkið eigi ekkert að greiða vegna Ice save reikninganna. Það stendur ekkert í tilskipun ESB um að ríki eigi að greiða fyrir einkaaðila.

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband