Gerum ekki sömu mistökin aftur.Bankana ekki í hendur einkaaðila

Fréttablaðið segir á forsíðu í dag,að það eigi að kynna viðskiptaráðherra í dag tilboð um sölu á Nýja Kaupþingi í hendur einkaaðila.Sagt er,að um sé að ræða kröfuhafa á hendur gamla Kaupþingi sem rætt sé um sem hugsanlega kaupendur bankans.Ef þetta verður gert er verið að endurtaka sömu mistökin aftur: Það er þá verið að einkavæða Kaupþing,selja bankann erlendum einkaaðilum.Menn halda ef til vill,að engin hætta sé á ferðum ef kaupendurnir eru erlendir. En það er mikill misskilningur. Erlendir bankar hafa unnvörpum farið í þrot ekki síður en þeir íslensku. Og ef útlendingar  kaupa Nýja Kaupþing  geta  þeir hagað sér nákvæmlega eins og íslensku eigendurnir gerðu,braskað,keypt og selt,tekið lán og teflt á tæpt vað. Nei,það er öruggast að hafa bankann ( bankana) í höndum ríkisins.

Ég veit,að menn hafa áhyggjur af erlendum kröfuhöfum.Og vissulega verður að líta til þeirra einnig., En ég veit ekki betur en meiningin með neyðarlögunum hafi verið sú að skipta bönkunum,stofna nýja banka um íslenska starfsemi bankanna en láta erlendar kröfur vera í gömlu  bönkunum og sjá hvað mundi innheimtast upp í kröfur. Þess vegna væri eðlilegast að  erlendir aðilar yfirtækju gömlu bankana en keyptu ekki nýjan banka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband