Konur með 17% lægri laun en karlar

Konur voru með 17% lægri laun en karlar í fyrirtækjum, sem tóku þátt í launakönnun ParX í september. Eftir að margvíslegar forsendur höfðu verið teknar með í reikninginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7% lægri laun en karlar án þess að aðrar skýringar fyndust á því en kynferði.

Byggt var á upplýsingum um laun rúmlega 6000 starfsmanna í 37 fyrirtækjum. Könnunin var gerð í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Í svipaðri könnun 2006 var óútskýrður launamunur 12%.(mbl.is)

Það mjakast örlítið í átt að launajafnrétti. En ósköp gengur þetta hægt. Laun kvenna í fyrirtækjum eru 17% lægri en laun karla en óútskýrður launamunur er 7%,var 12% árið 2006.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband