Föstudagur, 20. febrúar 2009
3 vilja kaupa Morgunblaðið.2 innlendir og 1 erlendur aðili
Þrjú tilboð bárust í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út klukkan 14:00 í dag. Óskar Magnússon fer fyrir einum af hópunum en hann skilaði inn tilboði á síðustu stundu. Hann segir tilboðið sanngjarnt og raunhæft.
Þetta er nú ekkert leynifélag og það verður ekkert leyndarmál hverjir standa að þessu tilboði með mér. Ég hef hinsvegar ákveðið að segja ekki frá því nema tilboðinu verði tekið. Eignarhald á tilboði á ekki að skipta neinu máli en eignarhald á fjölmiðli kann að skipta máli," segir Óskar aðspurður hverjir standi að tilboðinu.
Hann segir að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er með Árvakur í söluferli eigi að taka afstöðu til tilboðanna fyrir klukkan 17:00 á mánudag.(visir.is)
Fjárhagur Árvakurs er mjög slæmur.Skuldir munu í kringum 5 milljarðar.Kaupandi verður að geta yfirtekið skuldirnar ( eða greitt þær) og greitt talsverða fjárupphæð til viðbótar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.