20.útifundurinn á Austurvelli í dag

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag. Þetta er 20. vika útifundanna og sem fyrr undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að ræða og bregða ljósi á það stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir á landinu.

„Það verður aldrei nægilega oft undirstrikað að á bakvið þessa fundi eru ekki nein stjórnmálasamtök né stjórnmálahreyfing, heldur er þetta sjálfsprottið og ólaunað framtak, tilkomið vegna mannréttindabrota á heilli þjóð,“ segir í tilkynningu frá Röddum fólksins.

Ræðumenn á Austurvelli verða Marinó G. Njálsson  ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason en fundurinn hefst klukkan 15.(mbl.is)

Fundirnir   hafa verið að breytast að undanförnu. Þeir eru nú ekki eins og áður miklir mótmælafundir heldur til þess að bregða ljósi á stjórnmálaástandið.eir hafa  breyst vegna þess að kröfur hafa náð  fram  að ganga og það er komin vinveittari ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband