Húsfyllir á málþingi til heiðurs Jóni Baldvin 70 ára

Fullt er út úr dyrum á málþingi sem stendur nú yfir í Iðnó til heiðurs Jóni Baldvini Hannibalssyni sjötugum. Það eru gamlir nemendur Jóns Baldvins sem standa að málþinginu „til heiðurs meistara sínum," eins og segir í tilkynningu.

Málþingið ber yfirskriftina Norræna velferðarríkið og óvinir þess: endurreisn í anda jafnaðarstefnu en frummælendur eru prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Í panelumræðum taka þátt Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Árni Páll Árnason alþingismaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaþingmaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þóra Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur stýrir umræðunum.(mbl.is)

Ég óska Jóni Baldvin til hamingju með 70 ára afmælið.Hann hefur markað djúp spor í stjórnmálasögu landsins,einkum með því að koma Íslandi í EES.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

 Takk kærlega fyrir mjög góða pistla! Ég tek undir orð þín um Jón Baldvin, og við Pirjo óskum Jóni Baldvin til hamingju með 70 ára afmælið.Við kynntumst Jóni Baldvin og Bryndísi, þegar Jón Baldvin var sendiherra Íslands í  hér í Finnlandi.

En Jón Baldvin opnaði íslenska ljósmyndasýningu okkar hjónanna hér í Finnlandi 2.12.2004.

Sjá myndir frá opnun sýningarinnar í myndaalbúmi á bloggsíðunni minni:  List- Art -Taidehttp://bjorgvinbjorgvinsson.blog.is/album/List-Art-Taide/image/373362/ Kær kveðja, Björgvin   

Björgvin Björgvinsson, 21.2.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband