Raddir fólksins vilja frysta eignir auðmanna og innkalla kvótann

Hörður Torfason kynnti nýjar kröfur Radda fólksins á útifund á Austurvelli í dag. Eignir auðmanna verði frystar, verðtrygging aflögð og kvótinn færður til þjóðarinnar. Um 200 manns komu á fundinn.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra gagnrýndi laun skilanefndarmanna. Sagði greinilegt að einhverjir vildu verða næsta ofurlaunastétt. Marinó Njálsson, frá Hagsmunasamtökum heimilanna, varaði við því ef fólk þyrfti að setja allar tekjur í að borga af lánum. Neysla væri nauðsynleg til að vernda störf.

Hann krafðist þess að 4% þak yrði sett á verðtryggingu frá 1. janúar 2008.

Hörður Torfason beindi athyglinni að vinnubrögðum á Alþingi og gagnrýndi tafs og óþarfa tuð. Þá minnti hann á kröfuna um að öll seðlabankastjórnin víki  (ruv.is)

 

Mér líst vel á þessar nýju kröfur.

Björgvin Guðmundsson

 

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband