Laugardagur, 21. febrúar 2009
Einar Már slettir úr klaufunum í allar áttir
Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar mikla grein í Mbl. í dag undir fyrirsögninni:Kjölfestubandalagið.Þar slettir hann úr klaufunum í allar áttir.Hann hefur áður skrifað margar greinar um bankahrunið og gagnrýnt það harðlega og þá sem áttu sök á því. En nú bætir hann um betur og ræðst á Samfylkinguna.Hann sakar hana um að hafa tekið útrásarvíkingana upp á sína arma,eða a.m.k þá þeirra,sem ekki hlutu náð fyrir augliti íhaldsins og var úthýst úr Valhöll eins og Einar Már kallar það.Það var Davíð Oddsson,sem fyrst kom með þá kenningu að Jón Ásgeir og fleiri auðmenn væru á snærum Samfylkingarinnar.Það er óþarfi fyrir Einar Má að eta það upp eftir Davíð. Það er ekki fótur fyrir þessu. Þessir menn hafa aldrei komið inn fyrir dyr Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.