Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Einar Már og Davið taka höndum saman
Árás Einar Más Guðmundssonar á Samfylkinguna á forsíðu Morgunblaðsins í dag hefur vakið mikla athygli.Þar er haft eftir honum að Samfylkingin hafi tekið Jón Ásgeir upp á sína arma.Þetta er gömul lygasaga,sem Davíð Oddsson kom fyrst á framfæri. Sjálfstæðisflokkurinn hélt því fram,að Fréttablaðið hefði ætlað að koma Davíð Oddssyni frá völdum og að blaðið væri málgagn Samfylkingarinnar. Ekki var fótur fyrir þessu. Þetta var allt uppspuni og það er leitt,að skáldið Einar Már skuli hafa tekið upp þennan lygavef.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ein af göbbelskum síbýljum Hannesar Hólmsteins
Hjálmtýr V Heiðdal, 22.2.2009 kl. 20:15
Sumt sem sagt er reynist bara rugl.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.2.2009 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.