Mánudagur, 23. febrúar 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 9,5%
Launavísitalan í janúar hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Hún hefur hækkað um 7,5% síðustu tólf mánuði. Á sama tíma var verðbólgan 18,7%.
Kaupmáttur hefur því rýrnað um tæplega 9,5% prósent á sama tíma. Laun grunnskólakennara hækkuðu um 2,5% en auk þess eru áhrif af öðrum kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaganna inni í launavísitölunni auk samnings við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.(ruv.is)
Þetta er gífurleg kjaraskerðing,sem launafólk verður fyrir. Og kjaraskerðingin á enn eftir að aukast.Það er búið að fresta umsömdum launahækkunum verkafólks.Það eru takmörk fyrir því hvað hinir lægst launuðu og launafólk almennt getur tekið á sig.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.