Ríkisstjórnin stóreykur upplýsingagjöf til almenningsV

 Í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG hefur upplýsingamiðlun til almennings um störf stjórnvalda verið efld til muna. Verkefnaskráin í heild er aðgengileg og reglulegar uppfærslur tryggja að allir sem áhuga hafa geta fylgst með helstu verkefnum og framgangi þeirra. Dagskrá ríkisstjórnarfunda  aðgengileg á netinu sem og vikulegir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar.Blaðamannafundir Jóhönnu og Steingríms mælast vel fyrir.

Það var gagnrýnt mjög í tíð fyrir stjórnar,að upplýsingagjöf væri ekki næg. En úr þessu hefur verið bætt mjög vel.Þegar ástandið er eins slæmt og raun ber vitni er góð upplýsingagjöf mjög mikilvæg.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband