Mánudagur, 23. febrúar 2009
Ríkisstjórnin stóreykur upplýsingagjöf til almenningsV
Í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG hefur upplýsingamiðlun til almennings um störf stjórnvalda verið efld til muna. Verkefnaskráin í heild er aðgengileg og reglulegar uppfærslur tryggja að allir sem áhuga hafa geta fylgst með helstu verkefnum og framgangi þeirra. Dagskrá ríkisstjórnarfunda aðgengileg á netinu sem og vikulegir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar.Blaðamannafundir Jóhönnu og Steingríms mælast vel fyrir.
Það var gagnrýnt mjög í tíð fyrir stjórnar,að upplýsingagjöf væri ekki næg. En úr þessu hefur verið bætt mjög vel.Þegar ástandið er eins slæmt og raun ber vitni er góð upplýsingagjöf mjög mikilvæg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.