Það verður að ná í peninga auðmanna í skattaskjólunum

Almenningi finnst rannsókn á orsökum bankahrunsins ganga alltof seint.Hin nýi saksóknari er mjög varfærinn og  þannig vinna allir saksóknarar í réttarríki. En spurningin er sú hvort stofna hefði átt sérstakt lögreglustjóraembætti,embætti rannsóknar efnahagsbrota í tengslum við bankahrunið.Í hverjum umræðuþætti er bent á,að  auðmenn hafi komið miklum peningum undan og geymi þá í skattaskjólum í Karabiska hafinu,víðar og jafnvel í Luxemborg.En það er ekkert gert til þess að athuga hvort þetta sé rétt.Atli Gíslason þingmaður vill,að auðmennirnir verði settir á válista. Margir vilja,að eignir auðmanna verði kyrrsettar. Það er mikið talað en það gerist ekkert.Rannsókn saksóknara mun ganga mjög hægt.En sérstakur lögreglustjóri hefði getað látið hendur standa fram úr ermum.Það  þýðir ekki að bíða þar til peningarnir eru allir horfnir. Það verður að gera eitthvað strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já þetta virðis vefjast óskaplega fyrir valdhöfum. Hins vegar er málið ekkert flókið þegar kemur að gjaldþrota fjölskyldum. Þar er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Húsin eru ekki fryst þau eru hreinlega tekin eignarnámi samdægurs. Önnur lögmál gilda greinilega þegar kemur að auðmönnum.

Finnur Bárðarson, 23.2.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband