Kemur sólarkísilverksmiðja til Íslands?

Elkem Ísland ehf. á Grundartanga áformar að koma upp nýrri framleiðslulínu í verksmiðju sinni til framleiðslu á sólarkísli. Fram kemur í áætlunum Elkem að fjárfesting í verksmiðjunni verði umtalsverð og  500-1000                   manns muni vinna við byggingu hennar. Þá er áætlað að 350 manns vinni við framleiðslulínuna þegar hún verður tekin til starfa.

Eftir miklu er að slægjast, því áætlað er að bygging verksmiðjunnar muni kosta einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 100 milljarða íslenskra króna, að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem Ísland. Einar segir að það myndi skipta mjög miklu fyrir þjóðarbúið að fá þessa verksmiðju hingað. Orkuþörf verksmiðjunnar verður 100 MW, en ekki er búið að tryggja þá orku ennþá.(mbl.is)

Það yrði gífurlegur fengur  að því að fá sólarkísilverksmiðjuna á Grundartanga.Vinna þarf að því öllum árum að svo verði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband