Mánudagur, 23. febrúar 2009
Ný uppbygging undirbúin í Rvk.
Samfylkingin lagði til í borgarstjórn 4. nóvember á síðasta ári að efnt yrði til samvinnu og víðtæks samráðs um uppbyggingu atvinnulífs framtíðar og stuðning við sóknarfæri Reykjavíkur til framtíðar. Tilefnið var augljóst. Það er bráðaverkefni að setja fram sýn til framtíðar um raunhæfar leiðir út úr kreppunni þannig að fjöldi Reykvíkinga og Íslendinga neyðist ekki til að sæja til annarra landa í leit að lífsviðurværi og tækifærum. Með vísan til tillögu Samfylkingarinnar lagði borgarstjóri til við borgarráð 20. nóvember að verkefnið fengi heitið Sóknaráætlun og að skipaður yrði starfshópur til undirbúnings þess og átti hann að skila niðurstöðum til borgarráðs eigi síðar en 1. febrúar sl. Þessi vinna dróst því miður. Nú hefur hins vegar verið boðað til fyrstu funda með þátttöku fulltrúa úr atvinnu- og þjóðlífi.
Vonandi kemur eitthvað gott út úr tillögum Samfylkinarinnar.Mikil þörf er á uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.