Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Innkalla á allar veiðiheimildir
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Innkalla á allar veiðiheimildir. Þar segir svo m.a.:
Það á að innkalla allar veiðiheimildir strax á árinu 2009.Síðan á að úthluta þeim aftur eftir nýjum reglum,þannig að allir sitji við sama borð.Þar koma ýmsar aðferðir til greina. Það mætti bjóða aflaheimildirnar upp og leyfa öllum að bjóða í þær.Einnig mætti hugsa sér að úthluta eftir ákveðnum reglum gegn gjaldi og gæta þess,að veiðiheimildir dreifðust út um allt land,þannig að sjávarbyggðir úti á landi yrðu ekki afskiptar og allir hefðu möguleika á að fá veiðiheimildir.Það kerfi,sem byggðist á því að nokkrir útvaldir fengju veiðiheimildirnar, gengur ekki lengur. Þetta kerfi felur í sér svo mikið misrétti,svo mikil brot á mannréttindum,að Mannréttindanefnd Sameinuði þjóðanna hefur úrskurðað, að það feli í sér mannréttindabrot og því verði að breyta.En ríkisstjórnin( fyrrverandi) hefur ekkert gert til þess að breyta kerfinu enn sem komið er. Hún hefur aðeins sent bréf til Mannréttindanefndar Sþ. og sagt,að hún muni skoða breytingar síðar.Ætlun rikisstjórnarinnar mun vera að skipa nefnd til þess að endurskoða kvótakerfið og koma með einhverjar tillögur um breytingar. En mér vitanlega hefur þessi nefnd enn ekki verið skipuð.Seinagangur ríkisstjórnarinnar í þessu máli var slíkur, að hann leiddi í ljós,að áhugi á málinu var enginn..Þegar Ísland er sakað um mannréttindabrot af Sameinuðu þjóðunum tekur Ísland ekki meira mark á því en svo að málinu er nánast stungið undir stól.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.