Ríkisstjórnin fjallar um aðgerðir til þess að ná til fjármuna í skattaskjólum

Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir í dag ríkisstjórn Íslands aðgerðir sem ætlað er að styrkja heimildir skattyfirvalda á Íslandi til að afla upplýsinga um eignir Íslendinga í svokölluðum skattaskjólum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áhersla lögð á að skattyfirvöld eigi auðveldara með að rekja nákvæmlega umsvif íslenskra félaga sem skráð eru í skattaskjólum. Meðal þekktra skattaskjóla sem eignir Íslendinga hafa tengst eru eyjan Tortola sem er hluti af Bresku Jómfrúaeyjum, Ermarsundseyjarnar Guernsey og Mön, Kýpur og Cayman-eyjar. Hundruð íslenskra eignarhaldsfélaga eru skráð á þessum stöðum.

Fram hefur komið í Morgunblaðinu á undanförnum vikum að bein peningaleg eign íslenskra félaga á fyrrnefndum stöðum fimmtíufaldaðist frá 2002 til 2007. Fór úr 945 milljónum árið 2002 í 43,7 milljarða króna í lok árs 2007. Inni í þeirri tölu er ekki óbein peningaleg eign Íslendinga, sem getur til dæmis átt uppruna sinn í Lúxemborg og Hollandi.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagðist ekki geta tjáð sig sérstaklega um þær aðgerðir sem stjórnvöld ætluðu að grípa til. Hann væri bundinn trúnaði þangað til þær væru orðnar opinberar og til umræðu opinberlega.

Stjórnvöld víða erlendis, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum, hafa lagt á það áherslu að undanförnu að fá fram allar upplýsingar um félög í þekktum skattaskjólum. Stærsti banki Sviss, UBS, hefur meðal annars fallist á að greiða bandarískum yfirvöldum 780 milljónir dollara í stjórnvaldssekt, um 89 þúsund milljarða króna, gegn því að fallið verði frá formlegri ákæru vegna aðstoðar bankans við bandaríska viðskiptavini sína við komast undan að borga skatt í Bandaríkjunum. Ekki hefur þó enn náðst samkomulag um að bandarísk stjórnvöld fái upplýsingar um samtals 52 þúsund viðskiptavini sem eiga um 20 milljarða dollara á leynireikningum, yfir 2.000 milljarða króna.

Skúli Eggert segir fjögur atriði helst koma til greina sem yfirvöld hér á landi sem og víða annars staðar vilji skoða nánar varðandi skattaskjólin. Það er í fyrsta lagi hvort verið sé að svíkja undan skatti. Í öðru lagi hvort verið sé að fela eignarhald til að forðast viðurlög samkvæmt samkeppnislögum. Í þriðja lagi hvort verið sé að leyna eignarhaldi til að komast hjá yfirtökuskyldu, og svo í fjórða lagi hvort samskipti minni- og meirihluta séu eðlileg og á grunni réttra upplýsinga. „Það er því ekki svo að upplýsingar um félögin í skattaskjólunum tengist aðeins rannsóknum á skattalegum þáttum í rekstri. Heldur ekki síður því hvort farið sé að almennum leikreglum á markaði,“ segir Skúli Eggert.(mbl.is)

Ég fagna því,að ríkisstjórnin skuli í dag fjalla um aðgerðir til þess að ná til fjármuna í skattaskjólum.Það er krafa almennings að svo verði gert og fyrr en síðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

 

Samkvæmt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Angela Merkel kanslari Þýskalands bað auðmennina og koma úr skjólunum með féð heim til Þýskalands ella myndi þýski stálhnefinn verða notaður. Þeir komu með féð sáu væntanlega hag sínum best borgið að koma heim og losna við hnefann. Ég held að það verði ekki eins auðvelt fyrir okkur, því miður.

Finnur Bárðarson, 24.2.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband