Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Fastsett,að kosningar verða 25.apríl
Ákveðið hefur verið, að kosið verði til Alþingis laugardaginn 25. apríl. Fram kom á blaðamannafundi forsætisráðherra og fjármálaráðherra í dag, að samkvæmt því þyrfti að rjúfa þing 27. mars en verið er að ræða leiðir til að þingið geti starfað nokkra daga til viðbótar, þó lengst til 4. apríl.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á fundinum vona að haldinn yrði aukafundur í viðskiptanefnd Alþingis í hádeginu og þar muni nefndin komast að sameiginlegri niðurstöðu um frumvarp um Seðlabankann svo hægt verði að hefja lokaumræðu um frumvarpið á Alþingi í dag.
Fram kom á blaðamannafundinum, að von er á fulltrújm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins á fimmtudag. Sagðist Jóhanna vonast til að búið yrði að skipta um stjórn í Seðlabankanum fyrir þann tíma því fulltrúar sjóðsins þyrftu að eiga viðræður við nýja stjórnendur bankans.
Jóhanna sagði, að rætt yrði við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um vaxtalækkun, sem væri orðin afar brýn.
Á fundinum sögðust bæði Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telja tillögur Framsóknarflokksins um niðurfellingu 20% af öllum íbúðalánum, algerlega óraunhæfar en þær myndi kosta 4-500 milljarða króna. Sagði Jóhanna, að engum væri greiði gerður að koma fram með tillögur af þessu tagi, sem myndu m.a. þýða að Íbúðalánasjóður færi lóðbeint á hausinn. (mbl.is)
Ljóst er,að margt er að gerast hjá ríkisstjórninni og mikill kraftur í henni. Mikill skaði er að Höskuldur Framsóknarmaður skyldi tefja Seðlabankafrumvarpið. Ekki verður séð,að neitt samhengi sé á milli frv, um Seðlabanka og tillagna Seðlabanka Evrópu um fjármálamarkaði í Evrópu. Ljóst er,að íhaldið er að reyna að tefja frv. um Seðlabankann og slæmt að Höskuldur skyldi hjálpa við það.
Björgvin Guðmundsson

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.