Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Verðbólgan farin að minnka
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 21,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% sem jafngildir 10,9% verðbólgu á ári.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2009 er 336,5 stig og hækkaði um 0,51% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 308,5 stig og hækkaði hún um 1,25% frá janúar.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 3,2% (vísitöluáhrif -0,49%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,45% og -0,04% af lækkun raunvaxta.
Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% (0,28%). Verð á pakkaferðum til útlanda hækkaði um 8,6% (0,18%) og verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 12,8% (0,15%).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2009, sem er 336,5 stig gildir til verðtryggingar í apríl 2009. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.644 stig fyrir apríl 2009.(ruv.is)
Samkvæmt hefðbundinni mælingu er verðbólgan nú 17,6% en miðað við hækkun neysluverðs sl. 3 mánuði en hún 10,9% á ársgrundvelli. Því er spáð,að verðbólgan muni minnka hratt á næstunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.