Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Frjálslyndir að lognast út af
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, hefur sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta var tilkynnt á Alþingi í dag. Kristinn situr áfram á Alþingi sem óflokksbundinn þingmaður. Áður hafði Jón Magnússon sagt sig úr þingflokknum. Eftir sitja Guðjón Arnar Kristjánsson og Grétar Mar Jónsson.(ruv.is)
Úrsögn Kristins úr flokki frjálslyndra gæti táknað endalok flokksins. Nýlega sagði Jón Magnússon sig úr flokknum. Margir telja,að innganga Jóns í flokkinn hafi verið upphaf endalokanna. Það hefur verið stöðugur ófriður síðan hann kom í flokkinn. Hann ætlaði sér greinilega að ná völdum í flokknum en þegar það tókst ekki sagði hann sig úr flokknum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.