Árni Mathiesen hættur

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum og gefa ekki kost á sér í framboði til Alþingis í komandi kosningu. Í yfirlýsingu sem hann sendir flokkssystkynum sínum í Suðurkjördæmi segir hann að á ferðum sínum um kjördæmið undanfarið hafi berlega komið í ljós að vilji sé til breytinga innan Sjálfstæðisflokksins. Árni vildi ekkert kannast við það í morgun að hann væri að hætta.

„Þó ég sé allur af vilja gerður til þess að bregðast við þessu kalli um breytingar má ljóst vera að því eru takmörk sett hvað ég get gert í þeim efnum af augljósum ástæðum. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í prófkjöri flokksins þann 14. mars næstkomandi vegna kosninganna 25. apríl í vor. Það er hlutverk leiðtoga að leiða en það er líka nauðsynlegt fyrir leiðtoga að vita hvenær á að víkja," segir Árni.

Að lokum þakkar Árni öllum sem starfað hafa með sér í kjördæminu á undanförnum árum en hann hefur verið í kjördæminu í eitt kjörtímabil. „Á átján ára þingferli hef ég verið 1. þingmaður í þremur kjördæmum og ráðherra í tæp tíu ár í í ráðuneytum sjávarútvegs og fjármála. Öllum þeim sem með mér hafa starfað færi ég þakkir fyrir samstarfið. Sérstaklega vil ég þó þakka þeim sem hefðu viljað styðja mig í prófkjörinu í næsta mánuði og vona að ég valdi þeim ekki of miklum vonbrigðum með ákvörðun minni," segir Árni að lokum.(visir.is)

Það er til bóta að mikil endurnýjun verði á þingi.Árni hefur skynjað það og er hann maður  að meiri að

vilja greiða fyrir endurnýjun.

Björgviun Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband