Bankastjórar Seðlabankans kveðja starfsfólkið

Þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason bankastjórar Seðlabanka Íslands kvöddu starfsfólk bankans á sérstökum fundi í morgun. Var fundurinn haldinn í Sölvhól og mættu um 100 manns eða nær allir starfsmenn bankans.

Markús Möller einn af hagfræðingum bankans segir að um smekklega og látlausa athöfn hafi verið að ræða en hann minnist ekki þess að hafa séð jafnmarga starfsmenn bankans samankomna áður. Lauk fundinum með dynjandi lófaklappi starfsfólksins.

„Það er að sjálfsögu sjónarsviptir að mönnum eins og þeim tveimur," segir Markús sem starfað hefur í bankanum síðan árið 1974 og þekkir því gerla starfsemi bankans.

„Ég man að þegar Eiríkur kom til starfa við bankann var hann einhver öflugasti starfsmaðurinn í hagfræðideildinni," segir Markús. „Og hann var lífið og sálin í deildinni þar til hann fluttist upp á loft."

Markús nefnir sem dæmi um hve öflugur Eiríkur hafi verið að hann hannaði töflurit sem gerir auðvelt að sjá stöðuna í lánakerfinu hverju sinni. „Þetta hefur svo þróast í gegnum tíðina en grunnurinn sem Eiríkur lagði er enn til staðar," segir Markús.(visir.is)

Ekki hefur kvisast hver verði ráðinn bankastjóri Seðlabankans til bráðabirgða. Ég tel,að það gæti orðið aðalhagfræðingur bankans, en einnig gæti það orðið erlendur hagfræðingur,jafnvel Svíinn,Josefsson sem var hér til ráðgjafar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband