Jóhanna hittir norræna starfsbræður sína við Bláa lónið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir, Anders Fogh Rasmussen, Fredrik Reinfeldt, Jens Stoltenberg og Matti Vanhanen munu taka þátt í hnattvæðingarþingi sem haldið verður í Bláa Lóninu í dag og á morgun.  febrúar.

Íslendingar eru gestgjafar þingsins þar sem leitast verður við að svara spurningum um áhrif hnattvæðingar og stöðu smærri hagkerfa í ólgjusjó alþjóðlegrar fjármálakreppu.

Auk forsætisráðherranna taka á annað hundrað gestir aðrir þátt í ráðstefnunni, þeirra á meðal sérfræðingar á sviði hagfræði, orku- og loftslagsmála, fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og frjálsra félagasamtaka.

Jóhanna mun  mun eiga fundi með starfsbræðrum sínum þar sem meðal annars verður farið yfir þá stöðu sem nú blasir við á Norðurlöndunum. Á þeim fundi mun Jóhanna Sigurðardóttir gera öðrum leiðtogum grein fyrir ástandi mála hér á landi. Forsætisráðuneytið segir, að fjöldi háttsettra embættismanna og erlendir blaða- og fréttamenn muni sömuleiðis sækja þingið og því gefist gott tækifæri til að skýra stöðuna á Íslandi fyrir fjölþættum hópi áhrifamanna.

Markmið þingsins er að skapa lifandi umræðu um stærstu viðfangsefni hnattvæðingarinnar og þá möguleika sem hún skapar. Miðpunktur umræðunnar verður hin alþjóðlega fjármálakreppa og áhrif hennar á stefnu þjóða í loftslagsmálum og nýsköpun. Rástefnugestir munu einnig skiptast á skoðunum um samkeppnishæfni Norðurlandanna í nútíð og framtíð.

Aðalfyrirlesari hnattvæðingarþingsins er Kenneth S. Rogoff prófessor í hagfræði við Harvard háskóla sem flytur erindi um alþjóðlegu fjármálakreppuna og efnahagshorfur á næstu árum. Aðrir merkir fyrirlesarar eru meðal annarra Curtis Carlsson framkvæmdastjóri hins heimfræga nýsköpunarfyrirtækis SRI International sem flytur erindi undir fyrirsögninni Nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða.

Hnattvæðingarþingið er haldið undir forystu Íslendinga á formennskuári þeirra í Norrænu ráðherranefndinni. Það er skipulagt af Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. (mbl.is)

Það verður kærkomið tækifæri fyrir Jóhönnu að hitta norræna starfsbræður sína hér á landi.Einnig mun ingibjörg Sólrún hitta Stoltenberg leiðtoga norskra jafnaðarmanna á fundi við Bláa lónið. Ingibjörg er ekki komin til starfa en   mun væntanlega tilkynna fyrir vikulokin hvað hún hyggst fyrir,

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka T

Bláa lónið.

Bláa lónið. mbl.is/RAX

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband