Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Steingrímur ánægður með fundina með IMF í dag
Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðherra, segir fundi með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í dag hafa gengið vel. Þar hafi verið rætt um stöðu efnahagsmála. Ekkert liggi fyrir um hvenær hægt verði að lækka stýrivexti. Þeir eru nú 18 prósent. Það gerir greiðslubyrði margra fyrirtækja og heimila erfiða.
Það liggur ekkert fyrir um hvenær mögulegt verður að lækka vexti. Það sem skiptir mestu máli er að fá fram allar upplýsingar um stöðu mála, og draga upp rétta mynd af stöðunni, sagði Steingrímur J. í samtali við mbl.is. Hann hefur setið á fundum í dag með fulltrúum sjóðsins. Þeir verða hér á landi til 10. mars en þeir komu í gær.
Ekki stendur til að endurskoða, eða breyta, efnahagsáætlun stjórnvalda og IMF. Til skamms tíma er helsta markmið áætlunarinnar að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og koma stoðum undir nýju bankanna. Stefnt er að því að ljúka verðmati á eignum og skuldum gömlu og nýju fyrir 15. apríl. Eftir það verður hægt að leggja bönkunum til eigið fé, sem reiknað er með að verði 385 milljarðar.(mbl.is)
Sérfræðingar telja,að skammt sé í að unnt verði að lækka stýrivexti. Verðbólgan er farin að lækka og mun lækka hratt á næstunni. Þess vegna eru að skapast forsendur fyrir vaxtalækkun.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.