Tilkynnt um nýjan seðlabankastjóra eftir stjórnarfund á morgun

Gera má ráð fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir tilkynni það eftir ríkisstjórnarfund á morgun hver verður settur tímabundið í embætti seðlabankastjóra.

Ný lög um stjórnskipulag Seðlabanka Íslands sem fela það í sér að embætti bankastjóranna Davíðs Oddssonar og Eiríks Guðnasonar verða lögð niður taka gildi á miðnætti. Þá má segja að bankinn verði stjórnlaus um stund, en þó ekki lengi því að nýr bankastjóri verður settur í embættið strax á morgun.

Það er Jóhanna Sigurðardóttir sem skipar í stöðuna en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún ekki enn gert ríkisstjórninni formlega grein fyrir því hver verður fyrir valinu. Það mun hún væntanlega gera á ríkisstjórnarfundinum og svo tilkynna almenningi það strax á eftir.(ruv.is)

Sennilega tilnefnir hún einhvern innlendan hagfræðing.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband