Össur sækist ekki eftir að taka við af Ingibjörgu Sólrúnu

Össur Skarphéðinsson segir að Ingibjörg Sólrún hafi leitt Samfylkinguna með miklum sóma. Vegna hennar heilsufars hafi Jóhanna farið tímabundið í fylkingarbrjóst og þeirra samspil hafi gengið mjög vel. Ingibjörg Sólrún hafi hvílst vel að undanförnu eftir sín veikindi og ætli að hvíla sig betur.  Ekkert bendi hinsvegar  til þess að hún láti af formennsku í Samfylkingunni.

Össur Skarphéðinsson sækist ekki eftir því að verða formaður Samfylkingarinnar gangi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá borði. Hann segist vel geta hugsað sér að styðja Jóhönnu Sigurðardóttir í það embætti, fari svo að hún gefi kost á sér og Ingibjörg Sólrún vilji draga sig í hlé. Nýjar kynslóðir séu þó einnig í spilunum. Samfylkingin framleiði leiðtogaefni á færibandi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýtur mikils trausts hjá þjóðinni og samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birtist í dag vill yfirgnæfandi meirihluti fólks sjá hana sem næsta formann Samfylkingarinnar.

Samfylkingin er ennfremur langstærsti flokkurinn samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum og er með yfir þrjátíu prósent atkvæða sem er talsvert yfir kjörfylgi. Össur Skarphéðinsson segir að þessi góði árangur sé ekki síst traustsyfirlýsing við Jóhönnu. Sjá MBL sjónvarp.(mbl.is)

Miklar vangaveltur eru nú um forustu Samfylkingarinnar.Menn bíða yfirkýsingar frá Ingibjörgu Sólrúnu.Allt veltur á því hvað hún ákveður.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasta skoðanakönnun segir manni ýmislegt. Kanski fjarvera Ingibjargar eða nærvera Jóhönnu ?

Finnur Bárðarson, 27.2.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband