Minni aukning atvinnuleysis

Engar nýjar hópuppsagnir höfðu síðdegis verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar fyrir þessi mánaðamót. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þó enn fjölgi á atvinnuleysisskrá, sé aukningin ekki jafnmikil og hún var um tíma í janúar. Nú eru 16.356 skráðir án atvinnu, 10.404 karlar og 5.949 konur.

Vinnumálastofnun kynnir í dag og á morgun, í samstarfi við norsku vinnumálastofnunina, atvinnutækifæri í Noregi. Á kynningunni gefst tækifæri til að fá upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði í Noregi, um laus störf og ekki síst tækifæri til að ræða beint og milliliðalaust við norska atvinnurekendur. Hátt í þrjátíu norsk fyrirtæki taka þátt í kynningunni.

„Þetta eru allra handanna störf en mörg fyrirtækjanna leita eftir iðnaðarmönnum,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Kynningin fer fram í Ráðhúsinu frá klukkan 17 til 21 í dag og frá klukkan 12 til 18 á morgun, laugardag.(mbl.is)

Vonandi er  atvinnuleysið að ná hámarki.Mesta böl verkafólks er atvinnuleysi. Gera þarf allt sem mögulegt er til  þess að draga úr því.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband