Ósmekkleg könnun

Skoðanakönnun um hvort menn vildu fá Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, sem formann Samfylkingar eða Ingibjörgu Sólrúnu,sem er í veikindafríi er að mínu mati ósmekkleg. Fólk veit ekki enn hvort Ingibjörg Sólrún hefur náð fullri heilsu og þess vegna er ekki sanngjarnt,að stilla henni upp á móti Jóhönnu.

Ingibjörg Sólrún gerði Jóhönnu að forsætisráðherra,þar eð hún var sjálf veik. Það liggur við,að hún hefði  getað gert hvern sem var úr þingflokki Samfylkingarinnar að forsætisráðherra og sennilega Dag B.Eggertsson líka.Sá sem gerður var að forsætisráðherra  fær strax mörg prik ef hann stendur sig þokkalega. Jóhanna hefur staðið sig mjög vel og var vinsæl fyrir. En það var ekki sjálfsagt,að Ingibjörg Sólrún veldi hana. En hún valdi hana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband