Vinsældir forsetans dvína

Innan við þriðjungur landsmanna, 31%, er ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins.  65% landsmanna segjast vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Fyrir ári voru 87% landsmanna ánægð með störf forseta Íslands, að því er kom fram í sömu könnun.  Nú eru 46% óánægð með  forsetann og tæpur fjórðungur hvorki ánægður né óánægður.

Í könnuninni nú sögðust 65% landsmanna vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Mest óánægja er með störf Kolbrúnar Halldórsdóttir umhverfisráðherra. 48% eru óánægð með störf hennar en 14% ánægð.

Næst mest ánægja er með Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra en 59% eru ánægð með störf hans. Helmingur þátttakenda sagðist ánægður með störf Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra. 45% eru ánægð með Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, 40% með Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra og  29% með Ástu R. Jóhannesdóttur félagsmálaráðherra.  28% eru ánægð með störf Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- og iðnaðarráðherra en 21% með störf Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra.(mbl.is)

Það hefur verið nokkuð harður áróður gegn forsetanum í kjölfar bankahrunsins.Margir töldu hann hafa tekið afstöðu með útrásarvíkingunum. Ólafur Ragnar hefur talað mjög frjálslega undanfarið og látið ýmislegt flakka. Ef til vill er það vegna þess,að hann ætlar ekki að bjóða sig fram á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þú segir fréttir

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband