Það stenst stjórnarskrá að setja útlending seðlabankastjóra

Grundvallarmunur er á því að setja mann í embætti og að skipa hann í það. Í bráðabirgðaákvæði í nýjum lögum um breytingar á lögum um Seðlabankann er sérregla sem heimilar setningu, þar sem vikið er frá ákvæði starfsmannalaga um íslenskan ríkisborgararétt, segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Setning útlendings í embætti seðlabankastjóra stangist því ekki á við stjórnarskrá.

„Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkar sérreglur séu settar sérstaklega um tímabundna setningu seðlabankastjóra," segir Björg. Enda skuli embættið auglýst svo fljótt sem við verði komið. Í blaðinu í gær sagðist Sigurður Líndal lögfræðiprófessor ekki sjá í fljótu bragði að grundvallarmunur væri á setningu og skipun seðlabankastjóra. Bæði orðin þýði tímabundna ráðningu í starf hjá hinu opinbera, þó skipun sé til lengri tíma en setning. Í stjórnarskrá segir að einungis fólk með íslenskan ríkisborgararétt megi skipa sem embættismenn.

Björg bendir á að í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé tekið fram að forfallist maður sem skipaður hefur verið í embætti, geti stjórnvald sett annan mann til að gegna því um stundarsakir. - (visir.is)

Björg Thorarensen er sérfræðingur í stjórnarsskránni.Hún veit hvað hún segir og ríkisstjórnin kannaði ítarlega áður en Norðmaðurinn var settur í embætti hvort það stæðist stjórnarskrá. Svo reyndist vera.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband