Laugardagur, 28. febrúar 2009
Ingibjörg gefur yfirlýsingu
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafa boðað fund með fréttamönnum í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar klukkan ellefu í dag. Ekki kemur annað fram í fundarboði en þær ætli að fjalla um framboðsmál vegna alþingiskosninganna í apríl. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rennur út á hádegi. Menn hafa beðið þess að Ingibjörg Sólrún gæfi út yfirlýsingu um framtíð sína í stjórnmálum. 2 þingmenn Samfylkingarinnar hyggjast draga sig í hlé en talið er fullvíst að 5 gefi kost á sér áfram.
Þeir hafa hins vegar hvorki lýst yfir þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar, né hvaða sæti þeir óski eftir. Þykir víst að þeir bíði framboðsyfirlýsingar formanns flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.