Bankahrunið: Ekkert farið að rannsaka enn!

Sérstakur saksóknari kvartar yfir því að hafa ekkert að gera.Það er tæpur mánuður síðan hann hóf störf en ennþá eru allar hillur tómar hjá honum.Maður hefði haldið,að frá fyrsta degi væri hann önnum kafinn við að rannsaka meint afbrot.Alltaf eru frásagnir í blöðunum um dularfulla fjárflutninga og fullyrt,að miklum peningaupphæðum hafi verið komið fyrir i skattaskjólum hér og þar út um heim.Ef það er rétt gæti þar verið ein skýringin á bankahruninu.Sérstök rannsóknarnefnd þingsins virðist lítið vera farin að gera. Formaðurinn tilkynnti nú,að ef vel gengi yrði unnt að yfirheyra þá fyrstu um miðjan næsta mánuð! Ekki á nú að flýta sér um of. Með öllum þessum seinagangi er viðbúið að búið verði að koma öllum gögnum undan loks þegar þessum nefndum þóknast að fara að gera  eitthvað.

Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í fjárlagaræðu sinni,að stjórn hans ætlaði að gera gangskör að því að opna skattaskjólin og upplýsa hvað þar væri að finna.Menn fengju ekki lengur að skjóta fjármunum undan. Ef til vill gætu þessar aðgerðir Bandaríkjastjórnar orðið Íslendingum til hjálpar. Ég bendi fjármálaráðherra á,að ef til vill ætti Ísland að taka upp samstarf við Bandaríkin á þessu sviði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband