Laugardagur, 28. febrúar 2009
Rétt að leyfa hvalveiðar
Bandaríska utanríkisráðuneytið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er harðri andstöðu við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda, að heimila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum í sumar.
Við höfum miklar áhyggjur af því, að stofnar langreyða og hrefnu séu ekki nógu stórir til að þola slíkar veiðar," segir í yfirlýsingunni. Við hvetjum íslensk stjórnvöld að afturkalla þessa ákvörðun og einbeita sér að verndun hvalastofna til lengri tíma, frekar en þjóna skammtímahagsmunum hvalveiðiiðnaðarins."
Þá segir ráðuneytið einnig, að ákvörðun Íslands kunni að grafa undan viðræðum, sem standa yfir um framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins. (mbl.is)
Ég tel eðliegt að leyfa hvalveiðar.Okkur veitir ekki af að nýta allar okkar auðlindir og veiðar verða ekki meiri en það,að stofnum er engin hætta búin.Norðmenn hafa stundað hvalveiðar undanfarin ár og hefur það engin áhrif haft a sölu fiskafurða hjá þeim. Ekki ætti það fremur að hafa áhrif á okkar fisksölu erlendis. Hvalaskoðun hefur verið jafn eftirsótt hér og áður enda þótt takmarkaðar hvalveiðar væru leyfðar. Engin hætta virðist því vera á ferðum þó hvalveiðar séu leyfðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.