Ingibjörg Sólrún áfram formaður-Jóhanna forsætisráðherraefni

 blaðamannafundi sem Samfylkingin í Reykjavík boðaði núna klukkan ellefu kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar sér að vera áfram formaður flokksins. Hún mun hinsvegar ekki sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjöri flokksins.

Jóhanna Sigurðardóttir mun bjóða sig fram í fyrsta sæti en Ingibjörg Sólrún mun leggja það fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður í mars að Jóhanna verði forsætisráðherraefni flokksins.

Ingibjörg Sólrún býður sig fram í annað sætið og mun áfram vera formaður flokksins eins og fyrr segir.

Hljóti þær umrædd sæti í prófkjörinu munu þær leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið í komandi kosningum.

Í máli þeirra kom fram að þær sjái sig sem nokkurskonar tvíeyki í íslenskum stjórnmálum. Bentu þær á að það yrði þá einsdæmi að forsætisráðherraefni og formaður stjórnmálaflokks væru bæði konur.

Einnig kom fram að þær gera ráð fyrri að Össur Skarphéðinsson bjóði sig fram í þriðja sæti í prófkjörinu.(visir.is)

 

Ég er ánægður með að Ingibjörg Sólrún bjóði sig áfram fram sem formaður flokksins.Hún sýnir mikinn kjark með því þar eð hún er ekki alveg búinn að jafna sig eftir veikindin enn. Ingibjörg Sólrún stóð sig mjög vel þegar hún sem formaður hafði forustu fyrir því að slíta stjórninni með Sjálfstæðisflokknum  og koma á ríkisstjórn með VG. Með þessu snéri Ingibjörg Sólrún  hinu pólitíska tafli alveg við Samfylkingunni í hag. Það var klókt af henni að leiða Jóhönnu til forsætis í hinni nýju stjórn. Ég tel,að tvíeyki Ingbjargar Sólrúnar og Jóhönnu í Samfylkingunni verði mjög sterkt.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband