Ekki má afhenda útlendingun bankana

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA heldur áfram áróðri fyrir því,að Íslendingar afhendi útlendingum nýju bankana.Eða eins og hann segir: Erlendir kröfuhafar eignist bankana. Hann var í þætti Sigurjóns Egilssonar Á sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hélt þessum söng áfram.Ég tel þetta stórhættulegan áróður og ég er algerlega andvígur því,að útlendingar eignist nýju íslesku bankana af eftirfarandi ástæðum: Þetta eru einkaaðilar,sem geta alveg eins farið á hausinn eins og þeir íslensku einkaðilar gerðu sem áttu bankana. Við höfum ekki efni á nýju ævintýri,nýrri einkavæðingu,sem getur sett bankana aftur á hausinn. Bankar hrynja unnvörpum erlendis og það er engin trygging fyrir öryggi bankanna að setja þá í hendur erlendra einkafyrirtæja. En auk þess vil ég nefna,að skuldir útgerðarinnar,5-600 milljarðar eru í ríkisbönkunum og ef við létum útlendinga fá bankana mundu  þeir eignast  þessar skuldir og þar með kvótana. Viljum við láta útlendinga hirða alla kvóta landsmanna? Ég held ekki.

Það var gert ráð fyrir því þegar bönkunum var skipt að gömlu bankarnir mundu sitja uppi með erlendar skuldir en nýju bankarnir verða með  hreint borð. Við skulum  halda okkur við   það. Gömlu einkabankarnir  fóru  á hausinn. Og ríkið á ekki að greiða erlendar skuldir þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband