Skemmtilegt fimmtugsafmæli

Fimmtugsafmæli Rúnars Björgvinssonar  var haldið hátíðegt í gærkveldi i húsnæði Íslensks sjávarfangs.Það var mjög skemmtilegt  og fjölsótt. Matur var á borðum og skemmtiatriði og dansað af miklum krafti  fram að miðnætti við undirleik geysigóðrar hljómsveitar.Stemmning var  frábær. En það sem gerði mesta lukku var kvikmynd eða myndband,sem dætur Rúnars höfðu gert.Þar var rakin ævi Rúnars og mikið af myndum frá æsku og uppvexti  hans,ljósmyndir og kvikmyndir.Einnig voru kveðjur frá öllum bræðrum Rúnars,foreldrum og tengdaforeldrum.Þetta kom allt mjög vel út,m.a. var kveðja frá Finnlandi. Björgvin bróðir Rúnars söng afmælissöng til Rúnars á finnsku.Mjög skemmtilegt. Sem sagt: Frábært afmæli.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband