Sunnudagur, 1. mars 2009
Íslandsbanki afskrifar á annan milljarð við afgreiðslu á tilboði Þórsmerkur í Árvakur!
Bankastjóri Íslandsbanka hefur upplýst,að bankinn afskrifi á annan milljarð króna við samþykkt á tilboði Þórsmerkur í Árvakur,sem rekur Mbl. Það er ágætt,að Íslandsbanki geti afskrifað mikið af skuldum Árvakurs en spurningin er sú hvað ætlar bankinn að afskrifa mikið af skuldum almennings?Íslandsbanki er ríkisbanki og getur því ekki mismunað skattgreiðendum,eigendum bankans, í þessu efni.Bankinn verður að afskrifa sambærilega hjá öðrum fyrirtækjum og bankinn verður að afskrifa hluta af skuldum almennings.Við bíðum eftir að heyra hvað bankinn gerir i því efni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eiga ekki allir að sitja við sama borð? Eða er borðið frátekið fyrir útvalda.Þetta kallast víst jafnrétti á Íslandi
Finnur Bárðarson, 1.3.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.