Dagur styður Ingibjörgu Sólrúnu

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi ætlar að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í lok mánaðarins. Dagur segist styðja núverandi formann flokksins og gagnrýnir að Jón Baldvin Hannibalsson skuli níða skóinn af flokksforystunni í stað þess að leggja áherslu á eigin mannkosti.

Dagur segir að ástæða framboðsins sé sú sannfæring sín að mikilvægustu verkefni næstu ára verði að endurheimta traust almennings á stjórnmálum. Það sé mjög mikilvægt að stjórnmálin endurnýji sig og sú samfélagslega deigla og áhugi sem sjá má í þjóðfélaginu nái inn í raðir stjórnmálanna.

Hann segist styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann flokksins, en hart hefur verið sótt að henni fyrir að víkja ekki og axla þannig ábyrgð á að hafa setið í ríkisstjórn þegar efnahagshrunið átti sér stað.  Jón Baldvin Hannibalsson er einn þeirra sem hefur haldið þessari gagnrýni fram og gefið kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar af þeim sökum.  Degi finnst sjálfsagt að allir gefi kost á sér en dapurlegt sé að gera lítið úr Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttir í staðinn fyrir að leggja áherslu á eigin mannkosti.

Aðspurður hvort gagnrýni á Samfylkinguna sé réttmæt svarar hann því að ekki megi ætlast til þess að Samfylking hafi getað snúið við 12 ára þróun á 18 mánuðum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylking hafi hinsvegar slitið samstarfinu og myndað ríkisstjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar, það hafi verið rétt skref.

 

(ruv.is)

Ljóst er,að  ekki verður aðeins slagur um formannssætið hjá Samfylkingunni heldur einnig varaformannssætið,þar eð  Dagur keppir við Árna Pál um það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband