Steingrímur andvígur álveri í Helguvik

Oddvita ríkisstjórnarinnar, þau Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, greinir á um túlkun á ákvæði stjórnarsáttmálans um engin ný áform um álver.

Jóhanna hefur lýst því að túlkun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra sé rétt að þetta ákvæði komi hvorki í veg fyrir nýtt álver í Helguvík né á Bakka við Húsavík.

Í útvarpsþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun lýsti Steingrímur J. Sigfússon hins vegar yfir annarri túlkun og sagði að Samfylking og Vinstri grænir hefðu náð saman um ríkisstjórn á þeim grunni að engar nýjar ákvarðanir yrðu teknar. Þingmenn Vinstri Grænna muni því ekki styðja frumvarp Össurar um Helguvík.

Steingrímur sagði að umrætt frumvarp væri arfur fyrrverandi ríkisstjórnar og snéri að bindandi samningum iðnaðarráðherra og þingmenn Vinstri grænna væru ekki skuldbundnir til þess að greiða því atkvæði.

Sjálfsagt   reyna    stjórnarflokkarnir að leysa þetta deilumál.En ef það tekst ekki er spurning hvort stjórnarandstaðan bjargar iðnaðarráðherra í málinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband