IMF vildi í apríl sl.,að dregið væri úr umsvifum bankanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að krafa hafi komið um það í apríl að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beittu þeim tækjum sem þeir hefðu til að draga úr umsvifum bankanna. Þessi krafa kom bæði frá Norrænu bönkunum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Hún segir baráttuanda sinn og þverskap fyrir því að gefast ekki upp hafa verið sinn mesta veikleika.

„Sök okkar liggur í því að hafa ekki skoðað það nógu vel og fylgt því nógu vel eftir. Við vissum að við stæðum frammi fyrir erfiðleikum en gerðum okkur ekki grein fyrir því að við stæðum frammi fyrir kerfishruni," sagði Ingibjörg Sólrún.

Aðspurð um mistök sín sagði Ingibjörg að baráttuandi sinn og þverskap fyrir því að gefast upp hafi kannski verið sinn mesti veikleiki. „Þegar ég vildi ekki gefast upp á Sjálfstæðisflokknum alveg strax."(ruv.is)

samkvæmt ummælum ISG er alveg ljóst,að Seðlabankinn og FME brugðust gersamlega.Þrátt fyrir tilmæli höfðust þessar stofnanir ekki að.

 

Björgvin Guðmundsson

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband