Á Ingibjörg Sólrún ein að axla ábyrgð?

Þær raddir heyrast,að Ingibjörg Sólrún eigi að draga sig í hlé vegna bankahrunsins. Hún hafi verið á vaktinni,þegar hrunið varð og ekki fylgst nægilega vel með. Þetta er fullgilt sjónarmið.En ég er ekki sammála því. Ég tel,að Sjálfstæðisflokkurinn beri hér höfuðábyrgðina og eiga að axla ábyrgð af hruninu. Það er frjálshyggjan,stefna  Sjálfstæðisflokksins,sem brást.Samkvæmt þessari stefnu átti allt að vera frálst og regluverk í lágmarki.Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir einkavæðingu bankanna.Hún mistókst.Það var illa  að henni staðið.Bankarnir voru afhentir mönnum,sem kunnu ekki að reka banka.Þeir settu bankana á hausinn á fáum árum og eftirlitsstofnanir sátu með hendur í skauti m.a. vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins um afskiptaleysi.Það er út í  hött að  láta Ingibjörgu Sólrúnu axla ábyrgð af öllum þessum mistökum   Sjálfstæðisflokksins.Valdatíð Sjálfstæðisflokksins stóð í 18 ár en Samfylkingarinnar aðeins í 18 mánuði.

Ef ráðherrar Samfylkingarinnar í  stjórn Geirs Haarde eiga að axla ábyrgð af hruninu gildir það um þá alla   en ekki  einstaka.Það gildir þá jafnt um Jóhönnu sem Ingibjörgu Sólrúnu.Við getum ekki fórnað sumum og hlíft öðrum eftir einhverri hentistefnu.

Samfylkingin   undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar sleit stjórninni með Sjálfstæðisflokknum m.a. vegna bankahrunsins. Það hefði átt að gerast strax í oktonber. Krafa almennings var þingkosningar og afsögn ríkisstjórnarinnar. Þær kröfur´ náðu fram að ganga. Og með kosningum leggja allir sig undir dóm kjósenda og axla ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband