Mánudagur, 2. mars 2009
Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna
Stjórn Samfylkingarinnar hefur fjallað um ósk stjórnar Íslandshreyfingarinnar lifandi lands um að gerast formlegur aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum flokksins. Stjórn Samfylkingarinnar býður Íslandshreyfinguna velkomna til liðs við flokkinn og fagnar auknum liðsstyrk. Í erindi stjórnar Íslandshreyfingarinnar kom fram að hreyfingin heitir Samfylkingunni fullum stuðningi í komandi Alþingiskosningum, en ákvörðun stjórnar Íslandshreyfingarinnar verður lögð fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst.
Það er mikill fengur að því að fá Íslandshreyfinguna til liðs við Samfylkinguna.
Björgvin Guðmundsson
B
..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.