Mánudagur, 2. mars 2009
Gjaldeyrishöftin ekki afnumin á næstunni
Í tilkynningu um málið segir að næsta endurskoðun á reglum um gjaldeyrismál mun eiga sér stað eigi síðar en 1. september 2009. Seðlabanki Íslands metur reglubundið skilvirkni gjaldeyrishaftanna í samhengi við peningastefnuna og vinnur að áætlun um afnám þeirra í áföngum.
Eitt af meginviðfangsefnum viðræðna stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú standa yfir er mat á því hvort forsendur þess að hægt sé gefa fjármagnsflutninga á milli Íslands og annarra landa frjálsa á ný séu fyrirhendi. ((mbl.is)
Það er skaði,að ekki sé unnt að afnema gjaldeyrishöftin fljótlega.Höftin tovelda frjáls viðskipti og eðlilega samkeppni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.