Mánudagur, 2. mars 2009
14000 atvinnulausir fá 2 millj. í bætur í dag
Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysistryggingar í dag, tæpa 2 milljarða króna, til um 14 þúsund einstaklinga. Greitt er fyrir tímabilið 20. janúar 19. febrúar 2009.Alls eru 16.411 skráðir atvinnulausir á lista Vinnumálastofnunar í dag, 10.444 karlar og 5.967 konur.
Eru umsækjendur um atvinnuleysisbætur beðnir um að sýna því skilning að töluvert álag verður að öllum líkindum á símakerfi Greiðslustofunnar í dag.
Vinnumálastofnun bendir umsækjendum á að það er ekki öruggt að allir launaseðlar nái að skila sér í hús í dag þannig að til þess að fylgjast með hvort greiðsla hefur borist er líklega best að fylgjast með bankareikningnum.(mbl.is)
Þetta er gífurlegt atvinnuleysi. En það er lán i óláni,að við skulum eiga atvinnuleysistryggingarnar og geta greitt atvinnulausum atvinnuleysisbætur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.