Mánudagur, 2. mars 2009
Sjálfstæðisflokkurinn var á móti miklu eftirliti!
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðiflokksins var samþykkt að ekki mætti íþyngja atvinnulífinu með of miklu eftirliti og regluverki.Hér er komin skýringin á því hvers vegna Seðlabanki og Fjármálaeftirlit horfðu aðgerðarlaus á bankana þenjast út þar til þeir fóru á hausinn.Sjálfstæðismenn héldu um stjórnartauma í báðum þessum eftitlitsstofnunum..Þeir höfðu fengið línu frá landsfundi,að eftirlit ætti að vera lítið sem ekkert.IMF beindi tilmælum til Seðlabankans í apríl sl.,að gerðar yrðu ráðstafanir gegn útþenslu bankanna. En því var ekki sinnt. Það var ekki í samræmi við samþykkt landsfundar
Sjálfstæðisflokksins.Þorvaldur Gylfason prófessor skrifaði hverja greinina á fætur annarri um mikla og hættulega skuldasöfnun bankanna erlendis.Hann taldi stórhættu á ferðum. Seðlabankinn gat stöðvað þessa skuldasöfnun. en hann gerði það ekki. Það var ekki í samræmi við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði,að allt ætti að vera frjálst. Hún reyndist þjóðinni dýr þessi landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.