Mánudagur, 2. mars 2009
Var Sigmundur að gagnrýna Höskuld?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem Framsóknarmenn settu til að verja stjórnina vantrausti. Of mikið ráðherraræði sé miðað við minnihlutastjórn og stjórnin hafi dregið lappirnar í veigamestu málunum.
Sigmundur segir að t.d. hafi of mikill tími farið í Seðlabankafrumvarpið. Framsóknarmenn séu óþreyjufullir eftir því að orðið verði við skilyrðum sem flokkurinn setti fyrir hlutleysi við ríkisstjórnina, s.s. eins í stjórnlagaþingsmálinu og að þing verði rofið 12. mars og kosningar boðaðar 25. apríl. Framsóknarflokkurinn ætli þó ekki fella ríkisstjórnina.(ruv.is)
Þetta eru skrítnar athugasemdir hjá Sigmundi.Hann kvartar yfir,að Seðlabankamálið hafi tekið of langan tíma en veit þó,að Höskuldur Þórhallsson Framsóknarmaður tafði málið.Stjórnin hefur ekki tafið eitt einasta mál.Það er þingið sem tefur málin og formaður framsóknar ætti að vita að það tekur tíma að afgreiða málin þar.Sigmundur vill,að þing verði rofið 12.mars en þó á að afgreiða mikinn fjölda mála áður og þar á meðal stjórnlagaþing en það mál mun taka langan tíma.Það er ekki heil brú i málflutningi Framsóknar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 08:43 | Facebook
Athugasemdir
Varla meinarðu Þórhall, það var pabbi Höskuldar. Fyrirsögnin er svoleiðis
Soffía (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.