Þriðjudagur, 3. mars 2009
4.grein virtra lögfræðinga: Íslenska ríkið þarf ekki að borga Ice save
Lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal skrifa 4,greinina um Ice save málið í Mbl. í dag. Þar færa þeir enn einu sinni rök fyrir því,að íslenska ríkinu beri engin skylda til þess að greiða Ice save reikninga Landsbankans. Innlánstryggingasjóður og Landsbankinn eigi að borga. Lögfræðingarnr víkja að svari utanríkisráðherra á alþingi um málið en í því er ekki bent á neitt í tilskipun ESB sem segi,að ísleska ríkinu ( eða ríkjum) beri að borga. Aðeins sagt,að þungvæg lögfræðileg rök séu talin hníga að því að túlka tilskipunina um innstæðutryggingar þannig, að íslenska ríkið verði að hlaupa undir bagga með tryggingasjóðnum.Þessi rök eru þó ekki birt. Lögfræðingarnir hafna sjónarmiði ráðuneytisins og segja,að Ísland hafu fullnægt skuldbindinum sínum með því að koma á innstæðutryggingasjóði.Þeir segja: Í tilskipun ESB er hvergi kveðið á um ríkari skyldur en að koma á fót slíku kerfi.Engar athugasemdir komu frá ESB við þau lög,sem samþykkt voru hjá okkur 1999 um innlánstryggingakerfi.
Ice save snýst um 650 milljarða króna. Frá því dragast siðan eignir Landsbankans og innlánstryggingasjóðs.Hér er um svo stórar fjárhæðir að tefla,að íslensk stjórnvöld hafa ekki leyfi til þess að láta íslensku þjóðina greiða meira en tilskilið er samkvæmt tilskipun ESB. Það gengur ekki að segja,að væntingar hafi staðið til þess að Ísland greiddi meira. Íslendingar hafa ekki efni á að greiða meira og þeim ber ekki skylda til þess. Mér líst ekkert á þessa samninganefnd,sem á að fara að semja um málið fyrir Ísland.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.