Þriðjudagur, 3. mars 2009
Frv. um persónukjör hefur verið lagt fram á alþingi
Frumvarp um persónukjör í alþingiskosningum hefur verið lagt fram á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðað að slíkt frumvarp yrði lagt fram en þó ekki nema í sátt allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa ekki fallist á þessar hugmyndir og þykja þær seint fram komnar.
Þingflokksformenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins leggja frumvarpið fram. Samkvæmt því verður stjórnamálaflokkunum í sjálfsvald sett hvort þeir bjóða fram raðaða lista í kjördæmum, eins og nú er gert, eða hvort kjósendum flokkanna verður heimilt að raða frambjóðendum flokksins í þá röð sem hann óskar í kjörklefa.(ruv.is)
Hér er um stórmerkilegt mál að ræða. Það er einnig athyglisvert,að 4 flokkar skuli standa að flutningi frumvarpsins,þ.e. stjórnarflokkarnir Framsókn og Frjálskyndir. Almenningur hefur kallað eftir auknu lýðræði og persónukjöri,þannig,að fólk gæti raðað á lista í kjörklefanum.Nú er frv, komið fram. Sjálfstæðisflokkurinn virðist andvígur málinu.Framsókn er heldur ekki nægilega heil í málinu,þar eð um leið og hún stendur að flutningi frv. vill hún slíta þingi sem fyrst en það þýðir að óvíst er að unnt sé að afgreiða málið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.