Frv. um persónukjör hefur verið lagt fram á alþingi

Frumvarp um persónukjör í alþingiskosningum hefur verið lagt fram á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðað að slíkt frumvarp yrði lagt fram en þó ekki nema í sátt allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa ekki fallist á þessar hugmyndir og þykja þær seint fram komnar.

Þingflokksformenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins leggja frumvarpið fram. Samkvæmt því verður stjórnamálaflokkunum í sjálfsvald sett hvort þeir bjóða fram raðaða lista í kjördæmum, eins og nú er gert, eða hvort kjósendum flokkanna verður heimilt að raða frambjóðendum flokksins í þá röð sem hann óskar í kjörklefa.(ruv.is)

Hér er um stórmerkilegt  mál að ræða. Það er einnig athyglisvert,að 4 flokkar skuli standa að flutningi frumvarpsins,þ.e. stjórnarflokkarnir Framsókn og Frjálskyndir. Almenningur hefur kallað eftir auknu lýðræði og persónukjöri,þannig,að fólk gæti raðað  á lista í kjörklefanum.Nú er frv, komið fram. Sjálfstæðisflokkurinn virðist andvígur málinu.Framsókn er heldur ekki nægilega heil í málinu,þar eð um leið og hún stendur að flutningi frv. vill hún slíta þingi sem fyrst en það þýðir að óvíst er að unnt sé að afgreiða málið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband