Þriðjudagur, 3. mars 2009
200 milljarða viðskiptahalli á síðasta ársfjórðungi 2008
Viðskiptahalli á síðasta fjórðungi ársins 2008 var 199,6 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi sem er talsvert meiri halli en á fjórðungnum á undan. Rúmlega 33 milljarða afgangur var í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd en rétt yfir 233 milljarða halli þáttatekna skýrir óhagstæðan viðskiptajöfnuð að sögn Seðlabankans.
Greining Íslandsbanka segir, að viðskiptahallinn sé sá mesti, sem sést hafi í greiðslujafnaðartölum, Afgangur af vöruskiptum á fjórðungnum er einnig sá mesti síðan Seðlabankinn hóf að birta ársfjórðungslegar tölur árið 1990. Komi þar bæði til jákvæður viðsnúningur í magni vöruskiptanna sjálfra, en einnig óvenju lágt gengi krónu sem geri krónutöluna hærri sem því nemur.(mbl.is)
Umskipti hafa orðið í þessum efnum á yfirstandandi ári.Dregið hefur úr innflutningi og útflutnigur hefur aukist.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.