Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í janúar

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar  nam útflutningur í febrúar rúmum 32,3 milljörðum króna og innflutningur rúmum 26,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um minna verðmæti útflutts áls og minna verðmæti innflutts eldsneytis og hrá og rekstrarvara í febrúar 2009 miðað við janúar 2009.

Í janúar voru vöruskiptin hagstæð um 0,3 milljarða króna. Í febrúar á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 12,5 milljarða króna.(mbl.is)

Þetta eru jákvæðar fréttir og benda til þess að efnahagsmálin fari að þróast í rétta átt. Ein aðalástæða  gengislækkunar krónunnar  og  hárra vaxta var vöruskiptahallinn Það eru batamerki ,að hallinn hverfi. 

 

Bj0rgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband