Yfirlýsing um áframhaldandi stjórnarsamvinnu Samfylkingar og VG æskileg

Stjórnarsamvinna Samfylkingar og VG gengur vel.Leiðtogar stjórnarflokkanna vinna vel  saman og engin alvarleg ágreiningsmál hafa komið upp.Það liggur í loftinu,að flokkarnir muni halda áfram stjórnarsamvinnu eftir kosningar ef þeir fá afl atkvæða til.En það er ekki nóg,að þetta liggi í loftinu.Það þarf að vera ákveðið fyrir kosningar.Ég tel,að Samfylking og VG eigi að lýsa því yfir fyrir kosningar, að þessir flokkar ætli að mynda stjórn eftir kosningar,ef þeir fá nægilegt afl atkvæða. Það er of mikið um það,að flokkar gangi óbundnir til kosninga og kjósendur viti ekkert fyrir kosningar hvaða stjórn þeir fá eftir kosningar.Nú er tækifæri til þess að breyta þessi.Nú geta stjórnarfkokkarnir sagt kjósendum skýrt hvort þeir hyggist halda samvinnu áfram.Ef þeir gera það hafa kjósendur skýran valkost.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband